Uppskriftir
Heima og heiman dekur:
Skrúbb/kornakrem
( Fjarlægir óhreinindi og dauðar húðfrumur og eykur líka blóðstreymið)
100gr strásykur
30ml jurtaolía
30 dropar ilmolía(lavender eða sítrónu)
Blandið sykri og ilmolíunni saman, bætið svo jurtaolíunni út í og hrærið vel. Hellið síðan í krukku.
Jógúrtmaski
(hjálpar við að viðhalda súru ph-gildi og dregur óhreinindi í sig úr húðinni)
15 ml eimað vatn
15 ml fínn leir
(rauður leir hentar eðlilegri húð, gulur hentar best fyrir blandaða húð, grænn fyrir vandamálahúð, bleikur fyrir þurra og viðkvæma húð og hvítur hentar viðkvæmri húð með æðasliti.)
50 ml hrein jógúrt
Myljið leirinn ofan í vatnið og bíðið í nokkrar mínútur. Hrærið og bætið jógúrtinni við.
Látið maskann verka í 15-20 mínútur.
Bananamaski
(nærandi og rakagefandi og mýkir vel húðina)
1/2 stappaður banani
15ml sítrónusafi
15ml fljótandi hunang
15 ml grænn eða hvítur leir.
Myljið leirinn ofan í sítrónusafann og bíðið í nokkrar mínútur. Blandið síðan banana og hunangi saman við.
Látið maskann vera á andlitinu í 15-20 mín.