Sólavörn
Sól, Sólböð, Ljósabekkir & Brúnkukrem
- Það er ekki hægt annað að seigja að það eru til hinar ýmsu aðferðir til þess að verða fallega brún. :)
Sólböð
- Kannanir hafa sýnt að fólk með ljósa húð má vera í sól í 10 mín á dag og dekkri húð 15 mín eftir það er það skaðlegt.
- Til er formúla og hún er svona:(ljóst fólk)=10 mín í sól x sólarvörn nr 6= má vera í sól í 60 mínútur.
- Aldrei að láta body lotion á sig í sólbaði því að það er svo mikil fita í body lotioninu að sólarkremin virka ekki eins vel.
- Best er að fara í sturtu áður en sólarkremin eru borin á líkamann því að þá er líkaminn hreinn. Ekki er hægt að svindla á formúlunni því að líkaminn er búinn að svitna.
- Best er að láta sólarkrem á sig 30 mínútum áður en farið er í sólina því að kremið þarf smá tíma til að virka.
- Ath með að fá vörn á varirnar líka.
- Sólarbrúsin má ekki liggja í sólinni því að það eyðileggur vörnina og geta bakteríur myndast ört í brúsanum.
- Ekki spreyja á ykkur ilmvatni áður en farið er í sól, því að þá geta komið flekkir á húðinni og litarefnin í húðinni geta dreifst ójafnt.
- After sun er líka mjög gott sem maður getur borið á sig eftir að hafa verið og lengi út í sólinni.
- After sun lotion frá Banana Boat inniheldur Aloe Vera gel og e-vítamín sem er mjög gott fyrir húðina. Það er ekkert klístur (fötin festast ekki við þig), brúnkan heldur sér, enginn pirringur og þér finnst húðin verða fersk á eftir.
- Mér finnst Nivea after sun lotion líka mjög góður áburður eftir sól en það er svona meira eins og body lotion.
- Fyrir börnin notaðu vatnselda vörn með vörn fyrir uva og uvb geislum og að minnsta kosti nr 15.
- Láttu sólarkrem á barnið 30 mín áður en það fer í sólina. Passið að hafa eitthvað á höfði barnsins,þunnan hatt,húfu ofl.
- Ekki nota sólarvörn á börn innan 6 mánaða og helst ekki láta börn innan 1 árs komast í mikla sól innan eins árs vegna viðkvæmar húðar einnig er húðin svo þunn innan 1 árs aldurs á auðvelt með að brenna..
- Bætið sólarkremi á húð barna á 2 tíma fresti.
- Barn þarf ekki að brenna nema einu sinni til að tvöfalda hættuna á húðkrabba seinna í lífinu.
- 'I Canada fá 80 % af fólki af húðskemmd fyrir 18 ára aldur og 40.000-50.000 manns fá húðkrabba á hverjum degi.(Smá til að hugsa vel um)
- Munið líka eftir að hafa sólgleraugu því að auðvitað geta geislarnir skemmt sjónina.
<
Ljósabekkir
- Í dag eru til ýmsar tegundir á ljósabekkjum t,d turbo bekkur, venjulegur bekkur og svo líka með eða án andlits ljósa
- Og ræðst þá timin eftir því hversu sterkar perurnar eru hversu lengi maður má vera í þeim og líka eftir því hversu oft þú ert búinn að fara í ljós áður.
- Ljósabekkir eru líka mjög góðir fyrir fólk sem er með vöðvabólgu .
- Og á öllum bestu ljósastofum bæjarins er líka hægt að kaupa olíur til að flýta fyrir brúnkumyndun en getur verið hætturlegt því að þá er auðvelt að brenna..
- Mjög gott er að fara í nokkra tíma áður en maður fer til sólarlanda til þessa að byggja upp þol gegn sólinni og geislum hennar.
Brúnkukrem
- Brúnkukrem eru mörg mjög góð og miklu heilbrigðara.
- Mér sjálfri finnst Brazilian tan vera best í augnablikinu aðalega útaf litnum sem er ekki appelsínugulur og það er brúnt í flöskunni svo að maður sér ef það fer ekki á alla staði.
- Best er að fara í sturtu eða bað og nota góðan hanska nudda síðan húðina með góðu kornakremi eða þú getur líka búið það til sjálf með því að blanda sjávarsalti og barnaolíu saman.
- Passaðu vel olnboga,hné og hæla.
- Þurrkaðu þig svo eftir og láttu á þig bodylotion láttu það síðan þorna vel inn í húðina.
- Ef þú lætur brunkukrem á andlitið láttu þá vaselín á augnabrúnirnar og meðfram hárlínu.
- Ef þú ætlar að láta brúnkukrem á allan líkamann þá er best að hafa einhvern með þér sem getur hjálpað þér.
- Eftir að þú berð á þig láttu þá líða að minnsta kosti 15 mínútur helst 30 mínútur svo að brúnkukremið fari ekki i fötin.
- Brazilian Tan er líka fljótara að þorna eða umþaðbil 1-5 mínútur.