Neglur
Neglur
- Það er ýmislegt sem hægt er að gera til þess að við halda fegurð og styrkleika nagla.
- Og hér fyrir neðan eru nokkur heilræði sem ég mæli með.
Styrkja neglur (heimaráð)
- Neglur styrkjast ef þið látið teskeið af salti í glas af köldu vatni og látið þær vera ofan í glasinu í 2 mínútur. Saltið styrkir neglurnar.
- Nuddaðu síðan olivíu olíu á naglaböndin til að neglurnar vaxi betur og verði sterkari.
- Ef þið ætlið að vaska upp látið þá mikið af handkremi á ykkur áður en þið farið í uppþvottavettlingana og hitinn sem er í vatninu dregur þá kremið inn í húðina og þær verða silkimjúkar á eftir.
- Þvoðu hendurnar með shampo útaf vítamíninu og steinefnunum sem er í því, það er mjög gott fyrir hendurnar.
- Appelsínusafi og gelatin knox 1x í viku til að byggja upp neglurnar.
- Notaðu naglaherðir undir naglalakkið.
- Vertu alltaf með þjöl á þér ef ske kynni að ein myndi rifna, klofna ofrv..
- Ekki nota puttana til að hringja heldur notaðu penna.
- Svo er mjög gott að taka vítamín og Silica.
- Ertu með gular neglur? Þá geturðu nuddað nöglina með sítrónusneið eða tannkremi fyrir reykingarmenn, en auðvitað er hægt að fægja neglurnar svo að gulan fari. Passið að fægja bara ekki of mikið svo að nöglin þynnist um of.
- Til að koma í veg fyrir þetta vandamál notaðu alltaf undirlakk á án formaldehýðis
Til er fjöldinn allur af naglalökkum og litirnir eru enn fleiri.
- Svo ég ætla nú ekki að fara út í það að telja það allt upp.
- Fyrir utan það, þá er smekkur okkar svo mismunandi.
- Gaman er að fá sér nokkur naglalökk og hafa svo eins liti og fötin sem við erum í, flottast líka að nota sama lit á táslurnar okkar.
- Gott er að geyma naglalökk í ískáp og hrissta svo vel áður en þú ætlar að nota það.
Handsnyrting
- Góð fyrir bæði hendur og neglur svo ég mæli tvímælalaust með því.
- Í handsnyrtingunni færðu t.d handnudd með góðum handáburði, olíubað, borin er olía og naglabandakrem á neglurnar og þær pússaðar til. Naglaböndin ýtt upp og neglurnar lakkaðar á eftir.
- En auðvitað er hægt að gera eitthvað sjálfur heima.
- Daglega gæturðu burstað neglurnar með naglabursta, borið naglaolíu á neglurnar og handaáburð á hendurnar.
- Borið svo öðru hvoru naglabandaeyði og ýtt naglaböndunum inn. Þjalað og mótað neglurnar og slípað yfir þær með naglaþjöl sem er með 3 mismunandi slípurum. Þá ertu líka að nudda naglaolíurnar upp og þá vaxa þær hraðar og verða fallegri.
- Mundu að taka alltaf undan nöglunum því að það er svo ljótt að sjá fólk með skít undir nöglunum.
- B- vítamín er mjög gott fyrir neglurnar og hárið líka. Neglurnar vaxa hraðar og verða sterkari.
- Hitaðu einn bolla af mjólk(passaði að brenna þig ekki) og láttu heldurnar liggja í henni í 5 mínútur. Þetta er svo að neglurnar styrkist og gefur húðinni raka. Mjólkin inniheldur líka sýrur sem fjarlægir dauðar húðfrumur.
Skraut fyrir neglur
- T.d. Steinar sem eru límdir á neglurnar þannig að það lítur út fyrir að maður sé með demant í nöglinni, og svo eru til líka glimmer í ýmsum litum.
Fleirri ráð ?
- Ekki nota járnþjöl
- Nuddaðu hendurnar með oliviu olíu á kvöldin það mýkir naglaböndin og fyrirbyggir brotnar og sprungnar neglur
- Varasalvi er góður til að nudda neglurnar með, mýkir þær.
- Haltu neglunum úr munninum á þér, hafður frekar þjöl með þér hvert sem er og ef þig langar að naga þjalaðu þær í staðinn.
- Ekki nota naglaherðir oftar en einu sinni í viku.
- Ef þú ætlar að nota litað naglalakk þá verðuru að nota undirlakk því neglurnar eru svo fljótar að litast.
- Ekki láta naglalakið vera of lengi á nöglunum og ekki of mörg lög því það getur þurrkað neglurnar svo mikið.
- Ef þú klippir naglaböndin geta komið upp bakteríur.
- Láttu olíu á naglaböndin og ýttu þeim varlega upp eða farðu í sturtu og ýttu þeim upp þar.
Fótsnyrting heima
- Byrjaðu á því að fara í fótabað í 10-15 mín í heitu vatni og baðsalti eða olíu.
- Fáðu þér hælaskrúbb eða stein og nuddaðu allt dautt skinn af báðum fótum
- Þurrkaðu fæturna.
- Klipptu á þér táneglurnar og ýttu naglaböndunum inn.
- Hreinsaðu fæturna aftur og þurrkaðu.
- Berðu mikið bodylotion á fæturnar
- Vefðu fæturnar í plastpoka og hafðu á í 15 mín eða lengur.
- Málaðu neglurnar með naglalakki og yfirlakki til að fá meiri glans.
- Láttu svo neglurnar þorna áður en þú ferð í skó svo að naglalakkið eyðileggist ekki.
Inngrónar neglur.
- Geta valdið miklum óþægindum, sárum og bólgum. Oft hjá börnum og unglingum.
- Klippið neglurnar beint og gætið þess að hafa þær ekki of stuttar.
- Klippið ekki meðfram neglum og ekki í boga.
- Gangið í nógu stórum skóm.
- Ekki vera í þröngum sokkum heldur.
- Farðu til fótasérfræðing og láttu gera þetta fyrir þig öðru hvoru.