Tannlækningar
Framfarir á sviði tannlækninga hafa verið miklar á síðustu árum. Núna er ekki lengur einblínt á að bursta 2 á dag heldur vill fólk miklu meira í dag svo sem bjartara, hvítara bros:)
Margt er farið að gera öðruvísi en á árum foreldra okkar og nefni ég hérna nokkur dæmi um það.
- Frekjuskörð er núna hægt að laga með því að fylla upp í með hvítu efni í stað þess að nota spangir.
- Viðgerðir á tönnum eru núna gerðar með hvítu efni, ekki með gulli eða silfri sem er miklu fallegra.
- Lítið skakkar tennur má rétta með gegnsæjum spöngum sem hægt er að taka úr sér.
- Mikið skakkar tennur eru líka hægt að rétta með gegnsæjum spöngum með litlum vírum og festingum. Þessar spangir eru líka mun þæginlegri heldur en gömlu spangirnar.
- Hvíttun er náttúrulega það vinsælasta núna í dag en hægt er að fara of hvítt og þá verður þetta gerfilegt og margir hafa ekki passað sig vel á því.
- Ef tennur eru mikið skemmdar þá er hægt að byggja þær upp aftur með krónum sem eru úr postulíni.
- Ef þær eru alveg farnar er hægt að smíða nýjar, annað hvort festar við rótina eða græddar við kjálkabeinið.
Það er margt sem hægt er að gera hjá tannlæknum nú til dags og mismunandi hvaða hver tannlæknir gerir og hvaða tæki sá hefur á stofunni. Einnig er verðið líka eitt af því sem stoppar menn að drífa sig til þeirra.
(tekið úr vikunni)