Litgreining


Vor

Einkenni: Bjartir, ferskir og glaðlegir/sterkir litir, en mildaðir af gulum undirtón.

Sumar

Einkenni: Mildir litir með bláum eða gráum tón. Svalir pastellitir, oft deyfðir/dempaðir

Haust

Einkenni: Heitir (brúnir ekki gráir) og sterkir jarðarlitir með gullnum undirtón.

Vetur

Einkenni: Hreinir, skærir og kaldir litir með bláum undirtón. Frum- og grunnlitir.

Heitir Litir

A rich, creamy coconut froth with notes of vanilla and butter with hints of pineapple & tamarind

Kaldir Litir

A tropical green blend kiwi fruit, honeydew and cucumber with hints of bananas, tart strawberries and sweet, freshly sliced canteloupe melon

Litirnir þínir

Allir eru með einhvers konar litahneigð. Liti sem þeim líður best í og fæðast með. 
Þegar við verðum svo eldri fer litahneigðin að breytast frá utanaðkomandi áhrifum svo sem móður, vini,tísku ofrv en að minnsta kosti er helmingurinn samt í fataskápnum hjá okkur réttir litir.Litir sem ná fram (undirstrika) samspil við húð, líkama og persónuleika. 
 Þeir litir klæða best sem eru í eigin litrófi, þ.e. kalla fram skærasta tóninn í húðinni.
         Allir litir eru nothæfir en valið er um blæbrigði og styrkleika.

Litróf árstíðanna, helstu einkenni:

 Köld litróf:
 VETUR (bláleitur eða hreinn grunntónn) 
 SUMAR (blár, rósa eða grár undirtónn) = BLÁTT

 Heit litróf: 
HAUST (gylltir tónar) 
 VOR (tærir gulleitir tónar) = GULLIÐ.

Vetrarlitir eru annað hvort með bláleitum grunni eða hreinum litum.
Sumarlitir eru annað hvort með bláum, rósa eða gráum undirtón.

Athugið mismunandi tóna t.d er bleikur vorlitur með gulleitu ívafi en bleiki sumarliturinn með blábleiku.
Hár og augnlitur haustveru er dekkri en ljúfir litir vorveru.
Veturinn er líka eina árstíðin sem hefur svart og snjóhvítt en aldrei brúna eða appelsínuliti.

Hérna eru nokkur dæmi um háralit og föt:
Ljóshærðri konu fara vel ljósir litir og hlutlausir litir.
Dökkhærðri konu fara vel dökkir litir en þarf samt ljósa liti með þá aðeins grunnliti alls ekki beige liti.
Rauðhæðri konu fer vel karmellu,  rústrauður,  grænn,  mósagrænn,  brúnn og laxableikur.
Konu með silfurgrátt hár fara engir hlýir litir heldur bara kaldir ein sog ljósblágráir, ljósfjólubláir, allir ljósu litirnir ekki dökku.
Konu sem er með músagrábrúnt hár fer best að vera í hlutlausum litum og blanda tónum saman svo sem blár undir dökkbláan jakka og rústrauðan undir brúnan jakka.
Förðun.is ehf l Sími: 578-2200 & Netfang fordun@fordun.is