Ilmvötn
ilmvötn
- Ilmgjafar hafa verið til í nokkur þúsund ár.
- Ilmvatnið hefur verið einn helsti ilmgjafinn.
- Í biblíunni er einnig ilmvatn nefnt í nokkrum tilfellum.>
- Ilmvatn eða perfume er komið af latneska orðinu ''par-fumum,, sem þýðir að reykja (laufblöð brennd).
- Egyptar voru mjög áhugasamir um ilmvötn og notuðu það óspart(ódýrari gerðina).
- Einnig voru til dýrari ilmvatnsgerðir sem notað var í skiptum fyrir gull.
- Ilmvötnin voru einnig notuð í trúarathafnir, líksmurningar og til að lækna veika.
- Ríkir Persar ræktuðu líka erotískar plöntur eins og rósir,jasmínu ofl í görðunum sínum og þökktu gólfin hjá sér af rósarblöðum og öðru til að fá góðan angan í húsið.
- Fyrsta búðin sem seldi ilmvötn var Bouguet a la maréchal um árið 1675.
- Frægasta ilmvatnið var Eau de cologne um árið 1710.
- Núna eru ilmvatnsframleiðendur farnir að búa til ilmi fyrir kerti og olíur eins og New York candles sem nota ekta ilmvatnsolíur í kertin sín svo að ilmurinn endist.
- Hægt er að biðja um sína ilmvatnstegund í kertum.
Að kaupa ilmvatn
- Talið er að það séu 3 stig í að finna rétta ilmvatnið og tel ég þau hér upp.
- 1) Innan 5 mínútna geturðu fundið það fyrsta sem þér líkar við ilmvatnið.
- 2) Eftir 10-15 mínútur finnur þú hvort ilmvatnið fer þér. Þá er ilmvatnið búið að samlagast efnasamsetningunni á húðinni.
- 3) Síðast en ekki síst þegar ilmvatnið hefur alveg þornað á húðinni að fullu, finnurðu hvort þetta ilmvatn fer þér eða ekki.
- Hafiði heyrt að ef maður finnur lyktina af sér þá eigi hún ekki við mann, nei ekki alveg rétt. Það fer eftir því hvaða tónar væru notaðir, stundum venst lyktarskynið í nefinu strax lyktinni en önnur ilmvötn eiga að halda athyglinni miklu lengur.
- Þegar við prófum ilmvötn á maður heldur aldrei að þefa af flöskunni eða spreyja á únliðinn, einnig er hægt að spreyja á ermina á sér og bíða síðan þar til lyktin berst til manns. Ilmvatnið á að anda til þess að lyktin verði sem best.
- Þetta er alveg rosalegur tími sem á eftir að fara í að kaupa sér ilmvatn hér eftir:).
Ilmvatns típur
- Perfume er það sterkasta, endist lengst og auðvitað lang dýrasta ilmvatnið.
- Er það aðalega útaf af blöndu af mörg hundruð af mismunandi tegundum sem er í samsetningunni.
- Ilmvatnið er samt með aðeins 20-50 % af blöndunni í flöskunni.
- Eau de parfum er með alcoholi og blandan er aðeins um 10-15%.
- Alcoholið er það sem lætur aðra finna lyktina af þér.
- Eau de cologne (toilette) er létt form af sérstakri blöndu og með aðeins 3-8% af blöndunni í alcohol blönduðu vatni.
- Moisturizing perfume mist er ilmsprey sem inniheldur ekkert alcohol heldur olíu sem er mjög gott i heitu veðri og þurrkar ekki upp húðina
Val
- Ilmvötn eru til frá hinum ýmsu framleiðendum og það eru til margir mismunandi ilmir frá hverjum þeirra.
- Og því ætti að vera ansi auðvelt fyrir fólk að finna rétta ilminn fyrir hvern og einn.
- Athugið að þótt að ein ilmvatns-tegund ilmi rosalega vel á þér, getur sama ilmvatnslyktin orðið allt önnur á vini þínum..
Gott að hafa í huga
- Ilmvötn mega helst ekki fara í föt því að þá geta myndast blettir.
- Ilmvötn geta líka lýst upp föt.
- Látið frekar í vasaklút eða serviettu og látið í vasann.
Líftími ilmvatns
- Líftími ilmvatns er 1 hált til 2 ár en þú getur líka séð á stútnum hvort hann sé orðinn klístraður, þá er ilmvatnið orðið of gamalt.
Ofnæmi
- Ef þú hefur ofnæmi fyrir ilmvötnum er ágætt að láta í hreint hárið því hárið er líka góður ilmberi því að sum ilmvötn þurfa að anda.
Vinsælustu ilmvötnin á 20 öldinni.
- 1900-09 Rose Jacqueminto(Coty), lórigan (Coty)og Jicky (Guerlane).
- 1910-19 Chypre (Coty), Mitsouko (Guerlain), Quelques Fleur (Houbigant) og Narcisse noir (Caron).
- 1920-29 Chanel no 5 (Chanel), Arpége (Lavin), Shalimar (Guerlain).
- 1930-39 Shocking (Shiaparelli), Cuir de Russie (Chanel), Joy (Patou).
- 1940-49 Vent vert (Balmain), MaGriffe (Carven), Femme (Rochas), Miss Dior (Dior), Fracas (Piguet).
- 1950-59 Cabochard (Grés), Youth Dew (Lauder), Intimate (Revlon), Diorissimo (Dior), Láir du Temps (Nina Ricci).
- 1960-69 Fidji (Laroche), Caléche (Hermes), Madame Rochas (Rochas).
- 1970-79 Chanel no 19 (Chanel), Anai"sAnai"s (Cacharel), Chloé(Lagerfeld), Oscar (Oscar de la Renta), Nocturnes (Caron), First (Van Cleef og Arpels), Opium (St Laurent), Must (Cartier),Charlie (Revlon).
- 1980-89 Poison (Dior), Jill Sander (Sander), LouLou (Cacharel), Pantére (Cartier), Obsession (Calvin Klein), Samsara (Guerlain), Roma (Biagiotti), Joop (Joop).
- 1990-99 Ck one (Calvin Klein), Paco (Paco Rabanne), Allure (Chanel), Cool water Woman (Davidoff), Trésor (Lancome), Obsession (Calvin Klein), Envy (Gucci), Ca smir (Chopard), Rococo (Joop), Dolce Vita (Dior).
- 2000 Fífi verðlaunin hjá ilmvatnsiðnaðinum...Sigurvegarar voru þessir:konur J'adore - Christian Dior og karlar Allure Home - Chanel
- 2001 Fífi verðlaunin hjá ilmvatnsiðnaðinum...Sigurvegarar voru þessir: konur Miracle - Lancôme og karlar For Men - Paul Smith
- 2002 Fífi verðlaunin hjá ilmvatnsiðnaðinum...Sigurvegarar voru þessir: konur Coco Mademoiselle - Chanel og karlar Allure Home - Chanel
- 2003Fífi verðlaunin hjá ilmvatnsiðnaðinum...Sigurvegarar voru þessir: konur Dior Addict - Dior og karlar og karlar Boss in Motion - Hugo Boss
- 2004 Fífi verðlaunin hjá ilmvatnsiðnaðinum...Sigurvegarar voru þessir: konur Chance - Chanel.... karlar Higher Energy - Dior
- 2005 Fífi verðlaunin hjá ilmvatnsiðnaðinum...Sigurvegarar voru þessir: konur Prada Fragrance - Prada.... karlar Burberry Brit for Men - Burberry
- 2006Fífi verðlaunin hjá ilmvatnsiðnaðinum...Sigurvegarar voru þessir: konur Be Delicious - DKNY .... karlar Dior Homme - Dior
- 2007 Fífi verðlaunin hjá ilmvatnsiðnaðinum...Sigurvegarar voru þessir: konur MAÎTRESSE - Agent Provocateur.. karlar TERRE D'HERMÈS - Hermès