Húð


Hvernig eldumst við.

  • Hvernig við lifum okkar lífi og gen eru 2 meginþættir sem ákveða hve misjafnlega við lítum út eftir aldri.
  • Að líta sem best út eftir aldri óháð okkar genum er til dæmis hægt að forðast sólböð og sólarbekki
     því það getur bætt 20 árum við okkar aldur.
  • Stress bætir við 3 árum.
  • Að fara mikið í megrun svo að þyngdin sveiflast oft upp og niður bætir við okkur 10 árum.
  • Að búa í miðborg getur bætt allt að 5 árum við auðvitað eldir okkur líka tóbakið, alkóhólið og lítill svefn.
  • Samtals eru þetta 38 ár sem við getum á auðveldan
    hátt sleppt.

Húðgerðum má skipta í 4 flokka

       Normal/venjuleg húðgerð:

  • Ef þú ert með engin vandamál. Ef húðin fitnar eða þornar öðru hvoru. Gott er að nota bara venjulegan húðhreinsi andlitsvatn og rakakrem.
       Feit húð:
  • Stórar opnar svitaholur, bólur, fílapenslar og svitaholustíflur.
  • Vandmál á t-svæðinu. Hreinsaðu húðina vel kvölds og morgna.
  • Hreinsimjólk, hreinsivatn og olíulaust rakakrem.

       Þurr húð:

  • Strekkt og þurr húð. Getur flýtt fyrir hrukkumyndun.
  • Notið aðeins mjög mildan húðhreinsi(krem með fitu) Hreinsið helst einu sinni á dag en ekki oftar notið annars bara vatn.
  • Notið þykkt rakakrem með olíu. Einnig gott og fituríkt næturkrem.

       Blönduð húð:

  • Bæði feit og þurr húð. Notið mildan húðhreinsir.
  • Reynið að sjá út hvar eru þurru svæðin og hvar feitu svæðin eru og notið réttu vörurnar á þau svæði.

Nokkuð sem er gott að vita um hreinsiefnin og húðkremin.

  • Andlitsvatn: Býr yfir þeim eiginleikum að loka stórum svitaholum og hreinsa ofan í svitaholunum það sem húðhreinsir nær ekki í.
  • Kornakrem: Gott að nota til þess að hreinsa dauðar húðfrumur svo að góðu efnin komast auðveldlega inn í húðina og geti lagað hana.
  • Húðhreinsir: Grundvallaratriði nr 1,2 og 3. Getur hreinsað óhreinindi og farða eins og ekkert sé.
  • Rakakrem: Mjög gott fyrir fólk sem er komið yfir 20 ára aldurinn. Dregur í fínlegum línum.
  • Þörfin fyrir rakakrem 2 faldast yfir vetrarmánuðina því að það er svo mikill þurrkur í loftinu.

Áður en þú byrjar að farða þig.

  • Fyrir þrítugsaldurinn er gott að hreinsa húðina á morgnana með hreinsivatni og augnhreinsivatni á augun. Eftir það læturðu andlitskrem eða dagkrem á þig og bíður í 10 mínútur áður en þú farðar þig svo að kremin fari inn í húðina áður en þú byrjar.
  • Á kvöldin notarðu hreinsikrem eða annað til að hreinsa af farða. Eftir það notarðu hreinsivatn sem tekur algjörlega öll óhreinindin af. Berðu síðan augnhreinsi á augun sem fjarlægir augnmálninguna. Eftir það berðu á þig augnkrem og næturkrem, muna að nota rétt krem, hreinsi og allt sem þú þarft fyrir þína húðgerð.
  • Eftir þrítugsaldurinn er gott að hreinsa húðina á morgnana með hreinsivatni.Eftir það læturðu á þig Serum sem styrkir húðina áður en þú lætur á þig dagkremið og síðan augnkrem. Bíddu í 10  mínútur áður en þú farðar þig.
  • Á kvöldin notarðu hreinsikrem, augnhreinsi og síðan hreinsivatn. Eftir það berðu á þig Serum og eftir það augnkrem og næturkrem. Mundu sérstaklega eftir hálsinum, hann þarf líka að hreinsa og bera á krem.
Sniðug ráð:
  • Ef þú ert með þung augu á morgnana eða eftir langan vinnudag taktu þá tepoka eða gelpoka sem fæst í apótekum, kældu og hafðu á augunum á 5 mínútur
  • Finndu krem og vörur sem passar þinni húðgerð, finndu fyrst af öllu hvaða húðgerð þú ert.
  • Fáðu prufur í snyrtibúðum eða apótekum áður en þú kaupir.
  • Hvað gerir hvað?

Hreinsisápa
Hreinsar húðina án þess þó að hreinsa næringuna úr húðinni sem venjulegar sápur gera, einnig
þurrka venjulegar sápur upp húðina. Hreinsisápan er mjög góð fyrir feita/olíuríka húð. Hún hjálpar til
við að hreinsa úr svitaholur og bólur eiga erfitt með að myndast.

Hreinsikrem
Gott er að hreinsa þurrari húðgerðir með hreinsikreminu. Það inniheldur olíur sem hjálpa til þess að hreinsa farða
eða óhreinindi létt með bómullarskífum. Bleyttu í skífunum ef þú vilt finna ferskleikan á eftir.
 
Rakakrem
Allir þurfa rakakrem, bara mismunandi fyrir mismunandi húðgerð. Kremið myndar filmu yfir húðina
svo að rakinn inni í húðinni haldist og gefur samt líka meiri raka en það.
Einnig eru sum rakakrem sem innihalda sólarvörn.

Augnhreinsir
Augnhreinsar eru góðir fyrir augun því þeir eru sérstaklega hannaðir með mismunandi augu í huga.
Til eru hreinsar fyrir viðkvæm augu, linsur og vatnshelda maskara svo eitthvað sé nefnt.

Næturkrem
Góð krem sem gefa húðinni mikinn raka og nærir húðina alla nóttina á meðan við hvílumst.

Kornakrem
1-2 sinnum í viku er gott að nota kornakrem. Nuddaðu honum léttilega yfir allt andlitið
og passaðu að koma ekki nálægt augum. þvoðu síðan af með heitu vatni. Gott er að láta smá kalt vatn
eftir á til að loka svitaholunum.

Maski
Gott er að bera maska á þurrar húðgerðir. Þú berð maskan á þig og slakar á í 15-20 mínútur. eftir það þværðu þér
með heitu vatni.
 
Húðslípun á stofu:
Örsmáir kristallar eru notaðir til þess að fjarlægja ysta lag húðarinnar. Meðferðin örvar starfsemi húðarinnar sem fær sér á sig fallega áferð og ör og fínar línur grynnka.

Hydradermie:
Meðferð fyrir allar húðgerðir sem örva efnaskipti húðarinnar. Hún endurnýjar húðfrumurnar og húðin fær raka og mýkt. Húðin verður líka þéttari. Húðin er djúphreinsuð og árangur er mjög góður fyrir bólótta húð. Notuð eru mismunandi rafleiðandi gel eftir húðgerð.

Ávaxtasýrumeðferð:
Frískandi og endurnýjandi meðferð sem dregur úr hrukkum og gefur húðinni mjög fallega áferð.

Hitagrímumaski:
Stinnandi húðmeðferð með c-vítamíni.

Brúnkumeðferð:
Fyrir meðferð er kornakrem borið á alla húðina til að brúnkan haldist vel og lengi og verði ekki flekkótt.

Förðun.is ehf l Sími: 578-2200 & Netfang fordun@fordun.is