Hár


Sítt hár

  • Hárið okkar er jafn misjafnt og við erum mörg.
  • Sá miskilningur hefur verið um hár að það síkki meira ef þú klippir það oftar! en ég hef heyrt að það sé bara bull? Ef þú vilt síðara hár þá geturðu tekið vítamín sem er aðalega sink og biotín.
  • Ég fékk mér einu sinni þaratöflur úr apótekinu og hárið á mér varð rosa flott og sítt.
  • Ekki bursta hárið of mikið! Keyptu góðan bursta sem slítur ekki hárið eða kamb, keyptu vörur úr hárgreiðslustofum, ekki kaupa shampo sem er með mikið af silikoni í það er ekki gott fyrir hárið!
  • Gott er að borða líka hollan mat.

Flasa

  • Allur hársvörður hefur flösu, sem er eðlileg endurnýjun húðarinnar.
  • Flasa er vandamál sem margir glíma við flasa myndast aðalega útaf stressi , hormónum, of lítil hvíld , næring og matur, heilsuvandamálum og ofnæmi.
  • Einnig getur flasa komið útaf ofnotkun háralita, geli, hárspreyja, krullujárns, kalt og þurrt veður og shampo ekki skolað nógu vel úr hársverðinum.
  • Flasa er mest yfir vetrarmánuðina og þekkt sem of þurr hársvörður en þeir sem eru með mikla olíu í hársverði þjást samt mest.
  • Flasa getur líka orsakað hárloss.
  • Tíma getur tekið að finna rétt sjampó fyrir þinn hársvörð.
  • Til að koma í veg fyrir mikla flösu í hársverði þarf að þvo hárið vel og reglulega.
  • Notaðu volgt vatn og nuddaðu hársvörðinn með góðu flösusjampói. Gott er að leyfa sjampóinu að vera í hárinu í 3 – 5 mínútur og nota næringu eftirá og venjulegt rakasjampó á milli.
  • Ef þú þjáist af flösu geturðu haldið henni niðri með því að velja mildasta shampóið með b vítamíni eða notað shampo sem heitir Nizoral b6 helst með a+e.
  • Tea tree olía og aloe vera er líka gott.
  • Án A vítamíns getur hárið slitnað og flasa getur frekar myndast.
  • Án B1 og B6 vítamíns geturðu farið að missa hárið!
  • C vítamín örvar hárvöxt og B12 er gott fyrir rætur hársins!

Feitt hár

  • Feitt hár getur líka verið með flösu.
  • Ef hárið er mjög feitt og mikið af efnum í því máttu þvo það 2x, ekki nudda mikið hafðu frekar shampóið lengur í þér.
  • Notaðu helst shampo fyrir feitt hár en ef þú notar t.d shampo fyrir þurrt hár geturðu ýtt undir að hársvörðurinn ruglist aðeins og búi til meira af fitu sem þú vilt ekki.
  • Einnig ef þú ert á pillunni eða ert óvenju stressaður(stressuð) og frv þá geta hormónarnir myndað meiri fitu í hársverðinum svo að þá myndast frekar meiri flasa.
  • Mjög gott er að nota djúpnæringu einu sinni í mánuði eða oftar eftir ástandi hársins.
  • Djúpnæring styrkir hárið og gefur því gljáa.

Feitt og þunnt hár

  • Því miður er þunnt hár frekar líklegt til þess að líta út fyrir að vera feitt.
  • Ef þú hefur þetta vandamál, þvoðu þá hárið á þér á hverjum degi með mildu shampói sem inniheldur ekki næringu.
  • Yfirleitt eru þessar vörur merktar sem (for oily or limp hair) Þessar vörur sklilja flestar ekki eftir efni í hárinu. Þú mátt nota næringu en bara einn dropa neðst í hárið og þvo vel úr á eftir.
  • Alls ekki fá þér vörur sem innihalda silicone, olíu eða lanolin eða 2 í einu shampo(2 in 1)(shampo og næringu).
  • Einnig er gott að greiða aðeins í gegnum það á daginn með kambi svo að fitan eða olían í hárinu dreifist aðeins.
  • Skvettu smá dropum af vatni yfir það og blástu það með stórum kambi.

Þurrt hár

  • Þurru hári er oft erfitt að halda í skorðum ,oft er það úfið og líflaust.
  • Gott er að venja sig á að nota alltaf hárnæringu, mikið er til af hárnæringum og margar hafa þann eiginleika að þyngja ekki hárið eins og oft getur gerst.
  • Keyptu gott shampo úr hárgreiðslustofu, hugsaðu þig vel um og fáðu ráðleggingar. Hunangs shampo er t.d frekar fyrir þurrt hár og sítrónu og banana shampo frekar fyrir feitara.
  • Taktu vítamín t.d járn og gott er að taka þaratöflur eða þar til gerða hárkúra sem fást í öllum apótekum.
  • Passaðu að bursta hárið ekki blautt og nota aðeins kaldan blástur ef þú notar hárblásara.

Efna-hár

  • Mig langar að láta hér tvær heimagerðar blöndur fylgja með sem er til að taka öll efni úr hárinu, svo sem útaf lélegu shampói,veðri,spreyi,gelly,fitu ofl.
  • Byrjum á því að taka stórt glas af vatni og kreista heila sítrónu út í glasið og hræra. Láttu þetta svo í hárið og bíddu í 15 mínútur eftir hárþvott. Þvoðu það síðan úr og láttu næringu.
  • Einnig geturðu prófað 2-3 tsk af bökunarsóda (meira fyrir lengri hár) blandaðu þessu í skál og bíddu með þetta í hárinu í 5 mínútur. Gott er að gera þetta einu sinni í mánuði.

Klór

  • Klór getur farið mjög illa með hárið á okkur .
  • Gott er að fá sér shampo sem hreinsar klórinn úr hárinu.
  • Ef græn slikja er komin í hárið þá þarftu að reyna að ná honum úr með annað hvort shampói eða brotið 2 magnil eða panodil í vatnsglas og látið renna yfir hárið nokkrum sinnum.

Sólböð

  • Ef þú ætlar til útlanda þá er mjög gott að hafa góða næringu með sér fyrir hárið.
  • Næringin verður að hafa mikla sólarvörn og gott er að hafa næringuna í (án þess að þvo hana úr) í sólbaðinu. Þá bæði nærir þú hárið og passar það fyrir útfjólubláum geislum.

Klipping

  • Ef þú ert með kringlótt andlit er flott að hafa klippinguna þannig að það sé smá vídd í hliðum,ekki stuttan topp, svolítil sídd.
  • Egglaga andlit: geturðu gert næstum allt.
  • Ferkanntað andlit: geturðu klippt inn í hárið og haltu hárlínunni í sömu sídd og kjálkalínan. Ekki styttri en kjálkinn!
  • Hjartalagað andlit: Smá lengd fyrir aftan eyrum og einnig mjög stutt hár.
  • Demantalagað og tígulagað: Ekki taka toppinn upp,taktu hann samt smá frá andlitinu, fáðu vídd í haríð og smá lyftingu, flott að hafa krullur.

Smá auka saga og hvernig var hárið á 20 öld?

  • Á 19.öld var grátt hár mikið í tísku og konur gerðu margt til þess að vera eins aðalandi og þær gráhærðu!!
  • Þær t.d keyptu sérstakt púður sem þær dreifðu yfir hárið á sér svo að það liti út sem grátt.
  • Árið 1930 voru konur farnar að hafa hárið sítt og krulla það sem var mikil breyting á árunum þar á undan þar sem það var styttra og alltaf í allskonar stórum hárgreiðslum eins og í píramíta.
  • 1930 var eins konar áratugur Jean Harlow platínu-ljóst hár, permanett eða liðir og frekar sítt hár.
  • Um 1940 var millisítt og sítt hár í tísku. Meðal annars vegna þeirra Veronicu Lake og Lauren Bacall sem voru mjög frægar á þessum tíma.
  • Árin frá 1950 voru mjög erfið, hársins vegna. Því þá kom meðal annars hárspreyið sem var mikið ofnotað!
  • 1960 fengu konur loksins að vera þær sjálfar og hafa hárið alveg eins og þær vildu og er það ennþá þannig í dag.

Hárvörur:

  • Vax: Frekar þungt
  • og eins og nokkra daga gamalt look. Gott til að skipta niður nokkrum lokkum.
  • Hárlakk:Til að halda titeknu lúkki í smá tíma t.d fyrir myndatöku.
  • Hárfeiti: Þungt og mikill glans gott fyrir allar hártýpur nema fyrir þunnt og feitt hár.
  • Hárkrem og þykkni(: Grooming og paste ) Frekar þunnt, notað sem raki fyrir þykkt og hrokkið hár, slétt með styttum, hentar samt flest öllum nema fíngerðu hári.
  • Hárgel: Borið í blautt hárið og það heldur áfram að líta út fyrir að vera blautt.
Förðun.is ehf l Sími: 578-2200 & Netfang fordun@fordun.is