Farði
- Mikið er úrvalið af farða og skal ég telja nokkra upp hérna.
- Dagkrem með lit: Jafnar húðlitinn en hylur ekki.
- Fljótandi farði: Hálf gegnsær og eðlilegur á húðinni.
- Stift: Þekur vel og hylur vel.
- Púðurkrem: Þekur og gefur púðuráferð.
- Gelfarði :Jafnar húðina og gerir húðina mjúka. Þekur ekki mikið og hylur ekki.
- Kökufarði :Farði og púður í sömu krukku. Þekur vel og fínt fyrir feita húð.
- Fitulaus mattur farði: Jöfn mött áferð og helst mött.Gott fyrir þá sem glansa mikið.
- Kremfarði: Þekur vel og húsðin verður slétt og flott.Gefur húðinni raka. Góður fyrir þurra húð.
- Berðu farðan á þig með svampi. Rakur svampur gerir áferðina léttari en þurr þyngri og hylur þá betur.
Ef þú lætur of mikinn farða:
- Bleyttu í svampi með smá vatni og dragðu svampinn niður með andlitinu og ef þú sérð smá aukafarða í augnaumgjörðinni, þá geturðu notað fingurna til að draga farðan aðeins til
Ef þú lætur of mikið af kinnalit
- Púðraðu aðeins yfir kinnarnar og byrjaðu aftur.