Bólur og Ör
Bólur :
- Aðalorsökin er að aukning verður á karlkynshormónsins Androgen.
Þessi mikla hormónaframleiðsla í líkamanum verður til þess að framleiðsla eykst
á húðfitunni í fitukirtlunum og húðfitan fer á yfirborð húðarinnar.
- Einnig hefur verið sannað að hægt er að fá bólur af streitu. Bólur í kringum munn geta líka stafað af magavandamálum.
- Fituríkustu svæðin eru: Höfuð, andlit, bringa og efst á baki.
- Þegar fitukirtlar í andliti stækka vegna uppsafnaðrar húðfitu myndast fílapenslar.
Þar sem sumar bakteríur nærast á húðfitu geta fílapenslar orðið að bólum
og jafnvel kýlum.
- Hinn svarti litur fílapenslanna stafar af húðlitarefninu melaníni
og oxaðri olíu,en ekki óhreinindum eins og margir telja.
- Á kynþroskaskeiðinu stækka fitukirtlar og starfsemi þeirra eykst.
Í sumum tilfellum bólgna þeir ef ástandið er slæmt og er þá talað
um að unglingurinn sé með gelgjubólureða unglingabólur.
- Í slæmum
tilfellum getur verið nauðsynlegt að leita til húðlæknis sem mælir
stundum með sýklalyfjakúr.
- Hérna eru nokkur ráð til þess að halda bólum í skefjum
eða reyna það allavega, það er að:
- Nota rakakrem, sólarvörn og snyrtivörur sem innihalda ekki mikla fitu
og stífla þar með ekki svitaholur húðarinnar.
- Ekki nudda húðina, eða skrúbba hana, það eykur
hættuna á að húðin versni.
Þvoðu hárið reglulega með sjampói og passaðu að
það sé ekki mikið í snertingu við andlitið.
Varaðu þig á miklum kulda, hita og sólarbirtu.
Sólarbirta getur haft góð áhrif á bólurnar
tímabundið en heldur þeim ekki alveg niðri.
- Varaðu þig á að meðhöndla bólurnar of mikið og
alls ekki kreista þær nema snyrtifræðingur eða
aðrir sem vita um þetta vilji það en þá getur það skilið eftir sig ör.
- Sumir halda að þeir fái bólur við að borða súkkulaði
eða annað eins og ost, rækjurog tómata
en það hefur ekki verið sannað.
- Prófaðu að fara að sofa með tannkrem á bólunum.
- Eggjahvítur hrærðar og bornar á og haft á í 15 mínútur.
- Sumir eru kannski
bara með ofnæmi fyrir þessum matvörum.
Borða hollt og fjölbreytt fæði, drekka mikið vatn
og hreyfa þig reglulega.
- Ég hef líka sjálf séð
á mínum húðvandamálum að ef ég hreinsa húðina ekki nógu vel
bæði morgnana og á kvöldin, er stressuð
mikil vinna, seint að sofa og byrja á blæðingum þá eru þær
ekki lengi að koma og stríða mér með
bólum á höku og á baki og ef ég er lengi með sama hálsmen
eða í nokkra daga fæ ég bólur á hálsinn og ég er komin yfir þrítugt:)
Ef þú ert mjög slæm/ur þá er Rocaccutan fyrir þá sem eru með þetta
bóluvandamál á háu stigi. Lyfið má ekki taka á meðgöngu og
lengd meðferðar eru 4-6 mánuðir.
- Annað sem hægt er að gera ef þú ert ekki með það alvarlegt vandamál er að fara á snyrtistofu og fá
snyrtifræðing til þess að greina húðina á þér. Snyrtifræðingar hafa menntun til þess að
vita hvaða húðgerð þú hefur og hvaða húðmeðferð og húðvörur hentar þér.
'A snyrtistofunni getur þú fengið snyrtifræðinginn til þess að hreinsa húðina sem róar og minnkar
bólgur í húðinni. Einnig getur snyrtifræðingurinn hindrað stíflumyndun með því að kreista fílapensla
nota rafræna djúphreinsun, og þess háttar.
Eitt skipti dugar skammt svo að nokkur skipti þarf til þess að einhver árangur náist.
Snyrtifræðingar hafa einnig kunnáttu til þess að vísað þér áfram til læknis eftir skoðun.
- Jarðaber geta losað okkur við bólur því að sýran í þeim er sú sama og notuð eru í mörg bólulyf. Maukið saman 2 jarðaber og berið á hreina og þurra húð. Hafið maukið á í 5 mínútur og þurrkið svo af.
- Þrotin og bólga eyðist ef þið haldið klaka við bóluna í 1 mínútu.
- Roaccutan er mjög sterkt lyf, einungis fyrir tilfelli þar sem engin önnur lyfa hafa gagnast.
-
Reyndu öll önnur ráð áður en þú hefur meðferð með því. Einungis húðlæknir getur ávísað lyfinu.
Húðin er viðkvæmari fyrir sólarljósi meðan lyfið er tekið.
Forðast skal áfengi meðan lyfið er tekið
Lyfið er sjaldan notað í meira en 16 vikur í senn.
Æskilegt er að fylgjast reglulega með lifrarstarfsemi og blóðfitu meðan lyfið er notað.
Þurrar varir, munnur eða nef, augnþurrkur, þurr flagnandi húð og kláði,
verkir í vöðvum eða liðamótum
Depurð. Margir telja að Roaccutan valdi þunglyndi og vilja sumir kenna lyfinu um nokkur
tilvik sjálfsvíga hjá þeim sem tóku lyfið. Þetta er samt sem áður mjög sjaldgæf aukaverkun.
Ekki hefur verið hægt að sanna að Roaccutan hafi beinlínis valdið sjálfsvíginu
Sjóntruflanir, höfuðverkur, uppköst, útbrot, mikill kláði í húð,
mikill niðurgangur eða magaverkur.
- Aðalmálið er samt að almenn vellíðan og að hugsa vel um sig
eykur vellíðan í húðinni en það kannski læknar ekki alla.
Slitin :
- Húðslit er örvefur sem allir geta fengið. Vegna hormónabreytinga eða húðþenslu t.d á meðgöngu, vaxtakippir, eins fá unglingar tímabundna fitusöfnun og vegna offitu þegar mikil
þyngdaraukning verður til á stuttum tíma. Slitin eru fyrst bleik og áberandi en
dofnar á 1-2 árum. Hægt er að flýta fyrir með ljós-geisla meðferð og aðgerð, að liturinn
dofni. En hægt er að fyrirbyggja að þetta gerist með
því að nudda húðina kvölds og morgna krem eða olíu og nudda því vel inn í húðina.
Aloe Vera er líka mjög gott því það er líka græðandi. Veit ekki hvort allt þetta sé rétt með kremin og olíurnar en að vísu eru margir sem urðu barnshafandi og keyptu sér allskonar olíur og krem og það
dugaði ekki en þá var líka sagt að þær hafi ekki verið nógu duglegar að bera á sig
bæði kvölds og morgna alla daga??
Leysigeislameðferð getur þurft að endurtaka. Algengt er að 3-5 skipti dugi á minni ör
en við slæm ör þarf allt að 8-10 skipti jafnvel fleiri
til þess að ná fram árangri. Um tveir mánuðir þurfa að líða á milli
meðferða þannig að þetta getur verið margra mánaða ferli.
- Nuddaðu e-vítamín olíu á húðina þar sem þú ert með slit. Olía sem inniheldur mikið af E vítamínum, eykur hraða nýrra húðfrumna.