Augu


 Augu og augnskuggar:

  • Blá augu: Flottir litir eru gráir, fjólubláir, Djúp bláir, svartur blandaður við bjartan bláan. Töff á djammið: Silfraðir, grænbláir og skærvínrauðbleikur.
  • Græn augu: Flottir litir eru t.d fjólubláir, blágrænir,appelsínugulir(brons) og brúnir
  • Brún augu: Flottir litir eru t.d grænir og brúnir en mér finnst mjög gaman að fikta bara áfram með litina því stundum fer manni þessi blái en ekki hinn blái liturinn, fer allt eftir hvernig lýsir á hann, blæbrigðin og fer líka við húðlitinn og fl

Maskarar:

  • Maskari sem lengir: Bætir við trefjum á augnahárin og framan á þau svo að þau verða lengri. Trefjarnar geta hins vegar ert augun sérstaklega ef þú notar linsur. Mjög gott fyrir þær sem hafa stutt augnahár.
  • Maskari sem beygir eða sveigir augnahárin: Efnin í maskaranum teygja á augnahárunum og sveigja þau og festa þau þannig. Opna augun á fólki og beygir beinu augnahárin á okkur.
  • Berðu maskaran alltaf á hrein augnahárin og þvoðu alltaf augnahárin á hverju kvöldi annars geta þau orðið brothætt og dottið af. Alls ekki pumpa maskaran í glasinu, þá myndast örverur í glasinu og skemma hann.

Ef þú hefur klesst maskara á augnalokin :

  • Þá er best að nota eyrnapinna bleyta hann og taka maskarann af, láta svo smá farða og púðra yfir og halda áfram að bera á þig augnskugga.

Ef þú lætur of dökkan augnskugga á þig:

  • Þú getur annað hvort lýst dökka litinn með ljósum augnskugga ofaná dökka litinn eða byrjað upp á nýtt með því að taka smá farða og farða yfir augnlokið, púðra og byrja upp á nýtt.

þú lætur of mikið af augnbrúnalit á augnabrúnirnar :

  • Þá geturðu tekið eyrnapinna bleytt hann og nuddað aðeins á móti augnahárunum þá deyfist liturinn.

Ef þú hefur gert of breiða eyelinerlínu:

  • Þú lagar það líka með því að bleyta eyrnapinnan og draga hann að augnahárunum ekki upp á augnlokið. 

Augnaháralenging á stofu:


  • Að láta lengri augnahár sem endist í 6-8 vikur tekur um eina og hálfa til 2 klukkustundir. Þetta er gert þannig að gerfiaugnahárin eru límd á hin hárin sem eru fyrir og límið kemur ekki á húðina sjálfa.
  • Þú þarft ekki að nota maskara því að gerfihárin eru dökk og löng svo að það er óþarfi.
  • Í byrjun kostar þetta eitthvað ákveðið en svo er hægt að koma í áfyllingu sem er þá ódýrara.

Dökkir baugar:

  • Fáðu þér krem sem innihalda c-vítamín, kinetin og soy.
  • Eins náttúrulegar vörur eins og sea algae,chamomille og cucumer (stinnir húðina).
Förðun.is ehf l Sími: 578-2200 & Netfang fordun@fordun.is