Gleraugnaförðun
•Gleraugnaförðun er mjög lík kvöldförðun eða dagförðun. Nema þú notar sterkari förðun eða mildari eftir því hvort þú notar gleraugu fyrir fjærsýna eða nærsýna.
Nærsýnir sjá betur nær sér en fjærsýnir betur fjær sér .
Fjærsýnir þurfa mikla stækkun í glerið eins og stækkunargler.
Stækkunarglerið í gleraugunum gera það þá að verkum að augun sýnast stærri.
Þess vegna er ekki talið gott að hafa mikið um liti í þeirri förðun en mild förðun myndi henda mjög vel, þá væru litirnir heldur dempaðari.
Nærsýnir myndu þá frekar geta notað marga liti, bjarta, skæra og glimmer til þess að fá augun til þess að sýnast þá heldur stærri. Glerið í gleraugunum sýna nefnilega augun minni en þau í raun eru.
Passið líka að nota ekki mikin farða þar sem gleraugun liggja á andlitinu þá koma rendur eða farðinn orðin klesstur þar.