Unglingar


Best er að þú látir snyrtifræðing plokka eða vaxa augnabrúnirnar á þér það er algjörlega númer 1 á listanum. Að vera með beinar og fínar augnabrúnir gerir svo rosalega mikið fyrir andlitið sérstaklega augun.
Athugaðu líka hjá snyrtifræðingnum hvaða húðgerð þú ert með svo þú vitir hvernig hreinsivörur þú átt að kaupa svo sem hreinsimjólk, hreinsivatn, dagkrem og næturkrem.
Áður en þú byrjar að farða þig þá skaltu hreinsa húðina og láta á hana dagkrem eða rakakrem áður en þú lætur litaðan farða á húðina.
Náttúruleg förðun er best að byrja á allra fyrst og svo er hægt að dekkja þá heldur augnmálninguna eftir á eða fyrir böll.
 Ef þú ert með bólur þá er best að nota litað dagkrem eða farða og svo dúmpa yfir með stifti á bólurnar. Eftir það púðra með alveg ljósu púðri,passa mjög vel að það sé ekki of dökkt,bleikt eða gult. Passið líka mjög vel að farðinn sé ekki of dökkur því þá verður hálsinn of ljós.
Taktu því næst rauðbrúnan kinnalit eða sólarpúður og láttu smá á stóran bursta og burstaðu aðeins yfir andlitið aðalega yfir kinnarnar, hálsinn,smá ennið og aðeins meðfram nefinu.
Notaðu vaselín á gamlan tannbursta og lagaðu til augnabrúnirnar.
Fáðu þér svo brúnan eða svartan maskara og berðu á augnahárin.
Ef þú vilt hafa einhvern lit á augunum þá er gott að byrja á ljósbrúnum augnskugga á augun og svo ljósan lit undir augnabrúnirnar
Láttu svo smá vaselín eða gloss á varirnar og voila þú ert tilbúin í allt:)
Förðun.is ehf l Sími: 578-2200 & Netfang fordun@fordun.is