Leiklistaförðun


Að hylja eða fela. Ljósari litir eru notaðir til þess að draga fram eitthvað og hinir dökku til þess að minnka og ýta til baka,dýpka. Ef þú vilt fel eitthvað eða einhver lýti er gott að nota stift/hyljara því að í honum eru litlar púðuragnir sem halda stift/hyljaranum á réttum stað. Ef þú ætlar að fela eftirvill bólur notaðu þá varalitapensil og dúmpaðu hyljaranum á bóluna og dreifðu svo út á við í allar áttir eftir það púðrar þú yfir. Ef þú vilt fela augnpoka láttu lá ljósan hyljara á dökka blettinn (ekki yfir allan pokann). Eftir að aldurinn færist yfir fáum við hrukkur. Passið að nota ekki laust púður þar því að púðrið sest í hrukkurnar og gera þær sýnilegri.
Förðun.is ehf l Sími: 578-2200 & Netfang fordun@fordun.is