Kvöldförðun


Förðun / Kvöldförðun$0 Kvöldförðunin er eins og dagförðun nema sterkari litir. Byrjið á því að velja farða annað hvort fljótandi eða stift mér finnst betra að nota stiftið því að það felur betur bólur,ör og fl. Einnig er gott að nota Heal and conceal frábær bólubani og hyljari.  Þurrkar bólurnar, eyðir þeim með tee tree olíu og græðir þær með vítamínum. Bæði til í ljósum lit og millilit. Er eins og litað dagkrem í notkun. Dúmpið ef lagið á að vera þykkt en dragið úr ef á að vera þunnt. Ef þið ætlið að fela bólur dúmpið þá farðanum ofan á. Ef húðin er feit og glansinn á húðinni er eitthvað sem þið viljið minnka þá er gott að nota primer undir farðan, það eru til margar gerðir af farða og sá ódýrasti sem ég hef fundið sem virkar ágætlega er frá garnier og er eins og krem í túpu og heitir BBcream, daily all in one Blemish Balm.  Finnst miklu betra að nota góð krem með lit þegar maður verður aðeins eldri því að stiftið þurrkar oft húðina meira og þá sjást meiri línur og misfellur það sem við viljum helst ekki. En auðvitað er hægt að nota smá stift yfir bólur til að fela. Berið á smá púður yfir farðan. Mér finnst best að nota laust púður og dúmpa því vel á svo að farðinn haldist sem best og síðan taka stóran bursta til að bursta burtu aukapúðrinu.$0 Ef ég fer út þá tek ég með mér fasta púðrið til að laga mig. Sólarpúður Berið síðan á ykkur sólarpúður og kinnalit með stóra burstanum. Passið að engin skil myndist. Byrjið núna á að velja ykkur lit. Alltaf eru notaðir þrír til fjórir litir á augnlokin. Veljið alltaf einn dökkan lit einn ljósan og einn lit sem passar milli þessara lita. Ef fjórði liturinn er valinn þá er hann einnig millilitur. Uppáhaldslitirnir mínir núna eru fjólubláir eða vínrauðir með brúnum tón í, þá vel ég einn svona ljósan natural lit og finn svo ljósfjólubláan lit eða bleikan með sem millilit. Einnig er hægt að gera smá smoky með svörtum blýanti allan hringinn líka inn í slímhimnuna. Byrjið síðan með dekksta litinn og látið ofan í alla línuna nema auðvitað slímhimnuna. Horfið niður og reynið að sjá hvar brotið í augunum myndast, þar látiði dekksta litinn og alveg niður að augnahárunum, flott er líka að láta litinn aðeins upp eins og kisuaugu bara mixa vel og láta deyja út. Látið svo ljósan lit efst við augnabrúnirnar. Hægt er að nota alla liti í þessa förðun, aðalmálið eða að nota dekksta litinn við augnahárin og þegar kemur að brotinu (glópuslínunni) þá má fara að lýsa litina og enda á ljósum beige. Kvöldförðun með skyggingu ... Viljiði venjulega skyggingu? Þá byrjiði á dekksta litnum og búið til lítinn þríhyrning í horninu færst nefi. Dragið aðeins úr honum út á augnlokið og smá undir augun. Takið síðan millilitinn og látið hann næst dekksta litnum og mixið saman svo að það komi ekki sjáanleg skil. Mixið líka aðeins inn á augnlokið. Opnið augað og horfið beint fram og látið smá lit þar í glópuslínuna í sveig og mixið líka aðeins upp á við svo að augnskugginn sjáist þegar augun eru opin látið alltaf litina deyja út. Litir.. Ef fjórði liturinn er notaður er hægt líka að láta hann þarna á milli dekksta og millilitsins bæði í glópuslínuna og á augnlokið. Því næst er notaður ljósi liturinn natural/beige og látið á allt augnlokið sem eftir er líka undir augnabrúnirnar. Passið að það komi aldrei neinar línur á milli litana látið litina deyja út. Marilyn? .. Mér finnst Marilyn förðunin alltaf jafn flott og gaman að nota öðru hvoru. Veljið alltaf einn dökkan lit einn ljósan og millilit. Hægt er að nota dökkbláan,ljósbláan og ljósan. Ég nota stundum dökkbrúnan án glans og nota þá bara augnabrúnalitinn, svo ljósbrúnan og ljósan. nota ekki mikið millilitina en flott að hafa smá af þeim með. Þessa förðun geri ég stundum í stað þess að nota dagförðunina. Ég byrja þá að finna glópuslínuna og tek svo það mesta úr burstanum, ég læt hann síðan ofna í glópuslínuna og smá upp til þess að ýkja glópuslínuna síðan læt ég smá ljósbrúnan með og nota hann bara aðeins ofan við dökka litinn. Síðan er bara ljós á augnlokið og við augnabrúnirnar Eyelinerinn. Núna er hægt að láta eyelinerinn á. Lokið augunum og togið aðeins upp augnlokið með því að ýta upp augnabrúnum en ekki opna augun. Núna eru engar hrukkur né annað sem getur truflað. Látið eyelinerburstan liggja á augnahárunum og dragið mjóa línu meðfram alltaf er hægt að stækka línuna svo að betra er að stækka hana smá saman heldur en að gera kannski allt of breiða línu í byrjun. Augnabrúnir. Nú er hægt að betrumbæta augnabrúnirnar með augnabrúnapensil og láta svo glæran maskara yfir svo að liturinn haldist sem best og lengst. Fyrir þá sem eru ekki vissir um hvar á að byrja og enda augnabrúnirnar eða búa til flott mótaðar augnabrúnir er hægt að fá augnabrúnamótara (stensla) fyrir mjóar, mið og stórar þykkar augnabrúnir, brúnan lit(alls ekki með glimmer)  og glæran maskara til að halda þeim í skefjum og pensil til að bursta brúna litnum inní stenslana. Maskarinn. Maskarinn er núna settur á,, ef notaður er augnahárabrettari á að nota hann á undan svo að augnahárin brotni ekki . Flott er að nota liti eins og t.d bláan maskara og svartan í bland t.d einu sinni bláan og einu sinni svartan yfir. Varablíanturinn. Varablíanturinn er næstur í röðinni þá þarftu að að finna lit sem passar vel við varalitinn eða glossið. Mér finnst gott að nota gloss sem heitir Lip Nouveau því að hann er með blíanti öðru megin í sama lit. Tveir fyrir einn:) Einnig er flott að nota ljósari liti í glossum og nota þá engan varablíant og láta vel og mikið af glossinum. Ég hef undanfarið verið mjög hrifin af glossi sem heitir Pout and glo sem er gloss og púður sitthvoru megin í sama lit. Þá nota ég glossið á varirnar og smá púður í miðjuna til þess að fá smá stút áhrif á varirnar og svo nota ég smá púður efst á kinnbeinin. Varalitir. Gott er að nota líka svona náttúrulegan varablíant á undan til að búa til smá skyggingu inn á varirnar svo að varablíanturinn líti ekki út eins og ein lína. Flott er líka að blanda saman glossi í túpu og varalit saman á hendinni og bera síðan á með varalitapensli en miðað við bæði litina í glossunum og varalitunum finnst mér það óþarfi því að það er orðið svo mikið úrval. En ef þú átt glæran gloss þá er alltaf hægt að láta smá augnskugga saman við glossinn og búa til þinn lit.
Förðun.is ehf l Sími: 578-2200 & Netfang fordun@fordun.is