Fantasía


Förðun / Fantasía

  • Fantasíuförðun getur verið margvísleg.
  • Gaman er að taka augnabrúnir af með þar til gerðu vaxi/sápu og fl.
  • Einnig að búa þær þá til upp á nýtt eða breyta lögun og lengd þeirra í allar áttir.
  • Líka er hægt að gera allskyns skraut, mynstur og skyggt andlitið með mismunandi litum, glimmeri eða öðru.
  • Það er eiginlega allt leyfilegt í fantasíunni.

Augnabrúnir faldar.

  • Ef þú vilt hylja augnabrúnirnar byrjar þú á því að greiða þær upp og heldur svo við þær meðan þú berð annað hvort vax eða sápu á þær.
  • Vertu frekar fljót að þessu svo að það komi ekki bunga á augnabrúnirnar.
  • Gerðu þetta líka frekar fast!
  • Ef vaxið eða sápan harnar of mikið og það er erfitt að taka hana úr dollunni blandaðu meiri vatni í vaxið/sápuna.
  • Og ef það koma kögglar taktu þá af með blautum eyrnapinna.
  • Athugaðu hvort öll hárin séu greidd niður og hulin í sápu/vaxi.
  • Greiddu alltaf upp og passaðu að fara alltaf vel yfir rótina.
  • Púðraðu síðan vel yfir og penslaðu svo yfir með lakki (sealer) til að gera yfirborðið sléttara.
  • Láttu svo þorna vel.
  • Farðaðu með stifti yfir allt nema augnabrúnirnar.
  • Blandaðu 2 litum (grease paint) saman svo að komi út laxarlitur.
  • Penslaðu því svo yfir augnabrúnirnar.
  • Púðraðu yfir aftur.
  • Meikaðu svo yfir það með helst (grease paint) eða ef þú átt ekki ,venjulegu kökumeik/stifti.
  • Púðraðu síðan aftur vel yfir.
  • Núna geturðu búið til skemmtilegar öðruvísi augnabrúnir með augnabrúnalit!

Opin skygging.

  • Taktu svartan kolablíant og gerðu línu ofan við augun en láttu línuna opnast út.
  • Búðu til glópuslínu (þar sem augun opnast) og tengdu við blíant-strikin og búðu til dýpt.
  • Mixaðu svarta blíantinn með pensli.
  • Bleyttu upp í brúnum augnaskugga eða brúnum eyeliner og notaðu flatan bursta.
  • Búðu síðan til nýjar augnabrúnir.
  • Láttu t.d dökkbláan í eyelinerlínuna og mixaðu hann aðeins upp á við.
  • Hreinsaðu síðan ljósa svæðið með eyrnapinna.
  • Láttu hvítan augnskugga yfir ljósa svæðið með svampburstanum og á augnbeinið.
  • Látið síðan svartan augnskugga í dýptina.
  • Svartan blíant undir augun og láta opnast byrja undir miðju augans.
  • Mixaðu svo út með burstanum. Notaðu svo svartan eyeliner.

Augnskuggi.

  • Bláum augnskugga er síðan dreift meðfram línunni undir augunum og síðan ljósblár þar undir.
  • Hvítur kökufarði/stift er síðan látið á milli og út í endan og augnkrók.
  • Látið síðan hvítan blýant inn í slímhúðina og gerfi-augnahár ef ósk er.
  • Flott er að láta svo Stardust blátt ofan á bláa hlutan á augnlokinu.

Skraut.

  • Ef þú ætlar að láta eitthvað flott skraut er gott að byrja með að gera línurnar með svörtum blýanti og skyggja svo aðeins út frá línunum.
  • Dökka liti fyrst og svo ljósari og ljósari alveg niður í hvítan eða ljósan lit. Líka er best að láta svartan eyeliner meðfram svarta blýantinum svo að skrautið líti ekki út fyrir að vera klesst.
  • Einnig er hægt að nota svona spray-paint á allan líkamann og skyggt vel .
Förðun.is ehf l Sími: 578-2200 & Netfang fordun@fordun.is