Dagförðun


Förðun / dagförðun

  • Dagförðun. Þar eru notaðir frekar ljósari litir og oftast brúnir og ljósbrúnir litir, ekki mikil skygging en hægt er að leika sér hvernig förðun maður vill.
  • EF þú átt í vanda með bólur og langar að vera fín á daginn er Heal and conceal frábær bólubani og hyljari.  Þurrkar bólurnar, eyðir þeim með tee tree olíu og græðir þær með vítamínum. Bæði til í ljósum lit og millilit. Er eins og litað dagkrem í notkun.

Farði.

  • Farði er til þess að jafna út húðlitinn og hylja það sem við viljum ekki að sjáist.
  • Farði er einnig góður til þess að verja húðina gegn mengun og skemmdum af völdum sólarljóss.
  • Í farðanum eru oft mjög gagnleg efni eins og sólarvörn,andoxunarefni ( sem framleiðis collagen sem hjálpar húðinni að halda teygjanleika sínum. Ljósfælnar örður sem endurvarpa ljósinu af húðinni svo að húðin ljómar og línur sjást síður.Ljósnæmar örður sem draga ljós í sig þannig að hún lítur vel út í allskonar birtuskilum.
  • Veldu farða sem er líkastur þínum húðlit og veldu svo einn aðeins dekkri sem þú getur blandað saman við hinn á sumrin. Gott er að velja olíulausan farða.
  • Berið fljótandi farða á þurra húð,.
  • Stift notarðu á feita húð, púðurmeik og mousse(mús). Þessi farði inniheldur meira púður og tefur húðfituna í að komast upp á yfirborðið.
  • Hægt er að dúmpa ef á að fela eitthvað en annars bara strjúka létt yfir húðina.
  • Ekki nota of mikinn farða yfir daginn og passið vel að það sjáist engin skil.
  • Látið einnig farða yfir augnlokin svo að augnskugginn sem kemur á eftir festist betur.

Púður.

  • Púður er notað til þess að festa farðan og halda honum á réttum stað og einnig til þess að húðfitan komist ekki eins fljótt í gegnum farðan og andlitið fari að glansa. Feit húð þarf meira púður en þurr en ef þú vilt halda eðlilegum glans þá er nóg að setja aðeins púður á enni, nef og höku.
  • Takið góðan púða og leggið í laust púður nuddið síðan púðrinu inn í hina hendina á ykkur svo að það mesta fari af púðanum.
  • Dúmpið síðan púðrinu létt yfir allt andlitið og augu líka, en takið púðrið úr lófanum.
  • Takið síðan stóran kinnalitabursta og burstið allt afgangs púður af andlitinu.
  • Auðvitað er líka hægt að nota fast púður en mér finnst farðinn haldast betur á með lausu púðri.
  • Betra að nota þá fast púður á þær sem eru með þurrari húðgerð og sniðugt að eiga fast púður í veskinu og laust heima því að lausa púðrið er gott að hafa til þess að fríska aðeins eða fela yfir daginn. það fer ekki eins mikið fyrir því og minni líkur eru á því að það falli niður á fötin þegar þú berð það á þig.

Kinnar.

  • Fallegt er að nota sólarpúður í smá skyggingu og yfir allt andlitið og nota svo kinnalit á kinnbeinin..

Augu.

  • Látið ljósbrúnan lit eða brúnan í smá skyggingu og aðeins undir augað að miðju og síðan húðlitaðan(bace) yfir allt augnlokið einnig vel undir augnabrúnir.
  • Blandið vel við skilin svo að litirnir deyji út í stað þess að stoppa við næsta lit.
  • Líka er hægt að byrja á einhverjum ljósbrúnum aðeins yfir augnlokið og undir augað að miðju og láta síðan ljósan lit(bace) undir augnabrúnirnar.
  • Látið einnig smá af lit undir augun 1/3 inn að miðju. Það gerir augun aðeins meiri opnari.

Augnblýantar.

  • Hvítur eða ljós blýantur er flottur inn í slímhimnuna til þess að stækka augun eða gera augnhvítuna hvítari.

Augnabrúnir.

  • Fallegar og náttúrulegar augnabrúnir er hægt að fá með því að finna dökkbrúnan mattan augnskugga og pensil.
  • Dýfa síðan penslinum í vatn og í brúna litinn og draga létt línu eftir augnabrúnunum endurtaka þangað til að þær verða tilbúnar eins og þú vilt hafa þær.
  • Pensillinn þornar mjög fljótt en ekki hafa of mikið í honum heldur dragðu hann aðeins eftir hendinni til að taka fyrst það mesta af honum áður en þú byrjar annars verður hann næstum svartur.
  • Einnig er hægt að nota brúnan lit án þess að dýfa í vatn þá er auðveldara að hafa þær ljósari.
  • Þegar mótunin er búin greiðið þá yfir með glærum maskara til þess að halda þeim í skefjum og gefa þeim fallegan gljáa.

Augnahár.

  • Takið svartan eða brúnan maskara og takið sem mest af honum með pappír áður en hann er borin á augnahárin.
  • Byrjið alltaf fyrst á neðri hárunum þá eru minni líkur á því að hann smitist á augnsvæðið endið svo á efri.
  • Ef þú ert með mikla bauga slepptu þá að láta maskara á neðri augnahárin því þá verða baugarnir sýnilegri.

Varir.

  • Byrjið á því að finna varablýant sem er ekki með miklum lit og nuddið aðeins af honum svo að það sé ekki of mikil oddur.
  • Byrjið á efri hluta varana hægra megin og gerið mjög lausa beina línu frá efsta hluta varana og beint niður í munnvikið, gerið svo eins niður á neðri hluta varana. Gerið svo eins vinstra megin og lagið svo varirnar með því að gera bogan uppi. Passið að gera allan tíman laust.
  • Þegar þú ert orðin sátt við mótunina máttu láta annan lit eða þann sama ofan í daufari mótunarlitinn. Litaðu aðeins inn í varirnar laust sitthvoru megin og aðeins meðfram varablíantinum allan hringinn en bara mjög lítið svo að varalínan sé ekki of skörp.
  • Byrjið síðan að nota varalitinn eða glossinn í sama lit
  • Einnig er hægt að nota smá af ljósum augnskugga eða shimmerduft í miðjuna á varirnar eða láta mikið af glossi í miðja neðri vörina þa´eru áhrifin eins og þú sért með smá stút.
  • Ef þú vilt fá eins konar fyllri varir þá læturðu ljósan lit (augnskugga) ofan við eða ofan í línuna í bogan eða ofan í u-ið. Einnig er hægt að láta smá undir varirnar við varablýantinn fyrir miðju líka.
Förðun.is ehf l Sími: 578-2200 & Netfang fordun@fordun.is